Vetrarnßmskei­i­ nßlgast ˇ­fluga

Frß vetrarnßmskei­inu Ý Kr÷flu ßri­ 2011
Frß vetrarnßmskei­inu Ý Kr÷flu ßri­ 2011

Senn líður að hinu árlegu vetrarnámskeiði Björgunarhundasveitarinnar. Á þessu fimm daga námskeiði æfa þátttakendur leit með hundum í snjó. Á námskeiðinu taka þátttakendur einnig próf með hundum sínum. Byrjendur taka svonefnd C próf og þeir sem lengst eru komnir taka A próf sem þarf að endurtaka á 2 ára fresti. Vonandi sjáum við efnilega nýliða með hunda sína á námskeiðinu og óskum þess að öllum gangi vel í prófunum til að geta fjölgað fólki og hundum á annars góðum útkallslista sveitarinnar.

Að þessu sinni verður námskeiðið haldið á Kröflusvæðinu. Björgunarhundasveitin færir Landsvirkjun kærar þakkir fyrir að bjóða sveitina velkomna á svæðið og gistiaðstöðuna sem félögum stendur til boða. Námskeiðið hefst laugardaginn 21. mars og lýkur því miðvikudaginn 25. mars. Námskeiðsstjóri er Snorri Þórisson (893 5362) og veitir hann frekari upplýsingar um námskeiðið.