Víðavangs- og gönguæfing á Prestsstíg

Göngu- og víðavangsleitaræfing sunnudaginn 20. febrúar 2011

Haldin var víðavangsleitaræfing á Prestsstíg sem er gömul þjóðleið sem liggur milli Hafna og Grindavíkur á Reykjanesi, leiðin er um 14 km. löng.  Á æfinguna mættu 12 manns frá unglingadeildini Kletti, Kvennasveitinni Dagbjörgu, ásamt félögum úr Björgunarsveitinni Suðurnes.

Æfingar voru settar upp fyrir tvö teymi; Halldór og Skuggi, Guðmundur Helgi og Tumi.