Víðavangsleitar- og gönguæfing

Víðavangsleitar- og gönguæfing haldin í Hvalvík við Ósabotna sunnudaginn 6. mars 2011


Dóri og Skuggi við Djúpuvík Reykjanesi

Átta manns lögðu af stað við Ósabotna snemma morguns og var tilgangurinn að ganga 9 km leið að Stafnesi og taka víðavangsleitaræfingu á leiðinni Æfingasvæði var sett upp við Hvalvík sem er við gönguleiðina. Aðstæður voru fínar til leitaræfinga, landslag grýtt með sandmelum og sefgrasi Æfingar gengu vel að öllu leiti þrátt fyrir full sterkan vind af hafi.

Hestklettur í 26 m/s

Veður var mjög fjölbreytt, það gekk á með éljum, snjókomu og saltaustri þar sem talsverður vindur var og fór upp í 26 m/s. Hópurinn lét veðrið ekki á sig fá enda fín æfing í aðstæðum sem þessum sem reikna má með í útkalli.

Á æfinguna mættu:
Hundateymi; Guðmundur Helgi og Tumi, Halldór og Skuggi
Aðstoðarfólk; Sigurður G. , Guðni Bj. Suðurnes og Nýliðar 1 bJ. Suðurnes.