Víðavangsleitaræfing Vigdísavellir Reykjanes

Sunnudaginn 26 september 2010 var víðavangsleitaræfing á Vigdísarvöllum á Reykjanesi.

Sameiginleg æfing Höfuðborgarsvæðis og Suðurnesja var haldin í ausandi rigningu og hávaða roki og létu teymin það ekki á sig fá. Sett voru upp tvö svæði, eitt fyrir A og B hunda sem voru 7 teymi og svo fyrir yngri hunda sem voru 4 teymi. Æfingar gengu vel fyrir sig á báðum svæðum þrátt fyrir veður og hefur það kannski reynt mest á fíguranta, A og B hundar fengu að leita tvisvar og yngri hundar þrisvar sinnum. Leitaræfingar byrjuðu kl. 10:00 og var þeim lokið kl. 13:20.

Eftir leitaræfingu var gönguæfing á Selvallafjall sem er á milli Vigdísarvalla og Selsvalla sem er rétt við Keili. Í þá æfingu fóru Guðmundur Helgi og Halldór og aðrir fóru í kaffiboð til Önnu og Eyþórs.

Á æfinguna mættu;
Anna og Urður, Emil og Gríma, Eyþór og Bylur, Kata og Móri, Nick og Skessa, Snorri og Kolur, Ólína og Skutull, Guðmundur Helgi og Tumi, Halldór og Skuggi,  Ásgeir og  Tinni, Elli og Kvika.