Víðavangsleitaræfing við Þórshöfn við Hafnarósa Reykjanesi

Miðvikudagskvöldið 22. september 2010 var víðavangsleitaræfing við Þórshöfn við Hafnarósa á Reykjanesi.

Æfingar voru settar upp fyrir tvö teymi. Svæðið er stórgrýtt á köflum með grónum sandhólum og skerjum niður við fjöru.

Æfingin gekk vel að öllu leyti og reyndi á þegar fór að skyggja. Bæði teymin leystu verkefnin vel  sem sett voru upp. Einnig var tímin notaður til að leiðbeina og kenna fígurant (Viktor Ingi Gíslason nýliði Björgunarsveitarinnar Suðurnes) hvernig mismunandi hvatningar, hrós og líkamleg tjáning hefur áhrif á hundinn til að ná athygli hans. Farið var einnig yfir á hvaða augnabliki þarf að ná athygli hundsins og hversu áríðandi er að fígurant sé líflegur og nái til hundsins. Eftir nokkrar æfingar og leiðbeiningar var fígurant búinn að ná tökum á þessu og var Tumi (2 ára) notaður til að láta fígurant ná athygli hans og gekk það nokkuð vel, sérstaklega þar sem Tumi hefur átt það til að láta umhverfið trufla sig og látið lítt um fígurantinn. Þessi hluti (fígurantkennsla) æfingarinnar skipti öllu máli og sérstaklega að láta fígurantinn prufa og sjá mismunandi viðbrögð hundsins sem fór eftir raddblæ, látbragði og rétta augnablikinu.

Leitaræfing sett upp fyrir:

Teymi: Halldór og Skuggi (A)
Æfing: Leit í og við sjávarmál
Leitarsvæði: 300 m x 300 m.
Umhverfi: Fjara, Stórgrýti, Sandhólar, Hundar í leitarsvæði
Skyggni o.fl.: Myrkur, hægur vindur þurrt
Fígurant: Viktor

Teymi: Guðmundur Helgi og Tumi
Æfing: Leit, styrkja markeringu í vísun, áhugi á fígurant
Leitarsvæði: 100 m x 100 m
Umhverfi: Stórgrýti, sandur
Skyggni o.fl.: Bjart, myrkur, hægur vindur þurrt
Fígurant: Viktor / Halldór