VetrarŠfingar a­ hefjast

  • Skrifa­: 28. jan˙ará2017 /
  • Eftir: ┴sgeir Eggertsson

Snjórinn hefur látið sjá sig óvenjulega seint á suðvesturhorni landsins og hefur því ekki verið nægileg snjósöfnun á okkar venjulegu æfingasvæðum til þess að hefja æfingar.

Nú er hefur loksins nægur snjór sest í gil og lægðir í Bláfjöllum og er því ekkert því til fyrirstöðu að byrja æfingar í snjóflóðaleit. Æfingarnar eru á sunnudögum kl. 10 og er staðsetningin um 500 m. áður en komið er að Bláfjallaskálanum.Lesa fŠrslu

Umfangsmikil leit a­ Birnu Brjßnsdˇttur

  • Skrifa­: 23. jan˙ará2017 /
  • Eftir: ┴sgeir Eggertsson
Félagar í Björgunarhundasveit Íslands tóku þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í síðastliðinni viku. Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag beindist leitin að vegum og slóðum í nágrenni Hafnarfjarðar en um helgina var leitarsveæðið víkkað verulega út. Þetta er ein umfangsmesta leit sem nokkru sinni hefur farið fram á landinu.
 
Samtals tóku 11 víðavangs- og snjóflóðahundar ásamt sporhundi þátt í leitinni þá sjö daga sem hún varaði. Hundateymi frá BHSÍ komu m.a. frá Norðurlandi, Suðurlandi og Vestfjörðum. Birna fannst síðdegis á sunnudeginum. Viljum við votta aðstandendum Birnu okkar dýpstu samúð vegna andláts hennar.
 


Lesa fŠrslu

A­alfundur BHS═

  • Skrifa­: 6. nˇvemberá2016 /
  • Eftir: ┴sgeir Eggertsson
 
Björgunarhundasveit Ísland hélt aðalfund sinn þann 30 október. Þær Elín Bergsdóttir og Jóhanna Magnúsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnasetu og voru þau Guðrún Katrín Jóhannsdóttir og Halldór Halldórsson kjörin í þeirra stað. Eru þeim Elínu og Jóhönnu þökkuð störf sín í þágu sveitarinnar.
 
Ný stjórn hefur skipt með sér verkum með eftirfarandi hætti.
 
Ingimundur Magnússon, formaður
Andri Már Númason, varaformaður
Ásgeir Eggertsson, gjaldkeri
Björk Arnardóttir, ritari
Kristinn Guðjónsson, meðstjórnandi
Guðrún K. Jóhannsdóttir, varamaður
Halldór Halldórsson, varamaður
 


Lesa fŠrslu

Leit ß Reykjanesi

  • Skrifa­: 21. j˙nÝá2016 /
  • Eftir: ┴sgeir Eggertsson

Þrjú hundateymi frá BHSÍ leituðu erlends göngumanns síðastliðið sunnudagskvöld og stóð leitin yfir fram undir miðnætti. Tvö víðavangsleitarteymi og einn sporhundur tóku þátt í leitinni.

Að þessu sinni unnu víðavangsleitarteymin saman og leituðu sitt hvoru megin við gönguleið sem talið var að maðurinn ætlaði að ganga. Mikilvægt er að æfa hundana í því að leita samhliða öðrum hundateymum enda nokkuð oft sem við vinnum saman á þennan hátt.

Maðurinn fannst svo heill á húfi við Hagavatn á Suðurstrandarvegi á tólfta tímanum í gærkvöldi, nokkuð utan þeirrar leiðar sem hann ætlaði að ganga.Lesa fŠrslu
Eldri fŠrslur