Ney­arkall bj÷rgunarsveitanna

 • Skrifa­: 8. nˇvemberá2014 /
 • Eftir:
 • / Athugasemdir:

Þessa helgina eru björgunarsveitamenn í óða önn að selja Neyðarkallinn. Neyðarkallinn í ár er með fluglínutæki sem hefur bjargað þúsundum mannslífa. Við hvetjum alla til að versla í sinni heimabyggð og styrkja sína björgunarsveit. Okkar fólk og ferfætlingar láta sitt ekki eftir liggja og verða að selja alla helgina.

 

Meðfylgjandi mynd er af Guðrúnu Katrínu og Líf sem ætla að standa vaktina um helgina sem og aðra daga ársins!

Gleðilega neyðarkallahelgi öllsömul :)

 

 Lesa fŠrslu

┌tkall vi­ Lßtrabjarg

 • Skrifa­: 24. oktˇberá2014 /
 • Eftir:
 • / Athugasemdir:

Félagar í Björgunarhundasveit Íslands voru kallaðir til leitar að þýskum ferðamanni þann 23.september sl.

Christian Mathias Markus er fæddur 11. október 1980. Síðast sást til hans þegar hann yfirgaf hótel í Breiðuvík, en bílaleigubíll hans fannst mannlaus á bílastæðinu við Látrabjarg þann 23. september og hófst leit þá um morguninn.

Björgunarsveitir hafa leitað að manninum frá 23. september en enn hefur leitin engan árangur borið. Leitarskilyrði voru mjög erfið en mjög hvasst var þegar fyrsta útkall kom.

Ekki er talið að hvarf Christians hafi borið að með saknæmum hætti. Ef einhver hefur orðið var við ferðir Christians frá 18. september sl. þá óskar lögreglan á Vestfjörðum eftir þeim upplýsingum í síma 450 3730 eða 112.

 Lesa fŠrslu

SÝ­asta sumarnßmskei­i­ afsta­i­

 • Skrifa­: 23. septemberá2014 /
 • Eftir:
 • / Athugasemdir:

Fjórða og síðasta sumarnámskeið 2014 var haldið á Hólmavík dagana 19.-21. september. Þangað mættu til leiks sextán félagar í BHSÍ og 14 hundar. Æfingar og þjálfun fóru fram á þremur æfingasvæðum í nágrenni Hólmavíkur, við Kálfanes í Bleiksdal, í Húsadal og við Þiðriksvallavatn.

Aðstæður til æfinga voru ágætar, því fagurt umhverfi, góðar aðstæður í æfingasvæðum og mild úrkoma bættu fyrir vindleysið sem annars hefði getað háð hundunum. Meðan á dvölinni stóð nutum við matreiðslu kvennakórsins Norðurljósa sem eldaði fyrir hópinn og framreiddi dýrindis krásir dag hvern. Eitt A-próf var tekið og staðið á þessu námskeiði, það þreyttu Guðrún Katrín og Líf frá Garðabæjarsveitinni. Þá tóku Auður Yngvadóttir og Skíma frá Ísafirði A-endurmat. Ánægjuefni var að sjá fjölda efnilegra unghunda á þessu námskeiði og fari svo sem horfir, þarf BHSÍ engu að kvíða með endurnýjun sinna björgunar- og leitarhunda á útkallsistanum næstu árin.Lesa fŠrslu

Hundur mßna­arins - Breki

 • Skrifa­: 12. septemberá2014 /
 • Eftir:
 • / Athugasemdir:
1 af 2

Hundur mánaðarins er að þessu sinni Breki sem hún Hafdís á. Breka er margt til lista lagt og þetta skrifar Hafdís um Breka sinn :)

 

Breki Bláskjársson er 6 ára Border Collie rakki. Hann kemur frá Hæl í Borgarfirði. Ég beið eftir þessu goti til að fá hund í björgunarstörf. Ég bað hana Hörpu, húsfrúna á Hæl að velja einn fyrir mig, sem hún og gerði, en bað mig að segja hvaða hvolp ég vildi þegar ég kom til að skoða krílin. Og Breki varð fyrir valinu hjá mér líka.  Þessi ofvirki, blíði hvolpur heillaði alla, en mikla vinnu þurfti að leggja í hann. 

Ásamt því að æfa víðavangsleit og snjófljóðaleit æfðum við hlutaleit, sem hefur komið að góðum notum. Breki fór á útkallslista 2 ára og hefur því verið á útkallslista í fjögur ár.  Hann er vinnusamur og duglegur. Betri félaga og vin get ég ekki hugsað mér.

 

 

 Lesa fŠrslu
Eldri fŠrslur