A­sto­arfˇlk

Tveir fÝg˙rantar tilb˙nir til a­ leggjast ˙t Ý mˇa fyrir leitarteymi­.
Tveir fÝg˙rantar tilb˙nir til a­ leggjast ˙t Ý mˇa fyrir leitarteymi­.

Við köllum þann sem leikur hinn týnda „fígúrant“. Þetta orð er komið úr norsku og hefur það fest sig í sessi á meðal okkar „hundafólks“. Fígúrantar fá það verkefni að fela sig á því svæði sem leitarteymið fær úthlutað til leitar. Felustaðirnir geta verið á bak við moldarbarð, ofan í gjótu, inni í hellisskúta eða í lúpínubreiðu svo nokkur dæmi séu nefnd. Í snjóflóðaleit er staður fígúrantsins auðvitað ofan í snjóholu. Áður en fígúrant kemur sér fyrir á felustað sínum ræða leiðbeinandi, hunda­eigandi og fígúrant um það hvernig best sé að bregðast við þegar hundurinn finnur hinn týnda.

Fígúrantar gegna mikilvægu hlutverki í hundaþjálfuninni þar sem þeir sjá um að launa og umbuna þegar hundurinn hefur lokið leitinni og fundið hinn týnda. Viðbrögð fígúrantsins skipta miklu máli því hann þarf að vera jákvæður gagnvart hundinum og skiptir látbragð hans og radd­blær miklu máli.

Það sem einkennir góðan fígúrant er tilfinning fyrir réttri framkomu gagnvart hundinum og réttri tímasetningu fyrir leik eða nammibita. Þannig getur hann stuðlað að því að beina hegðun hundsins í réttan farveg og að hundurinn nái þeim árangri sem til er ætlast af honum.

Að koma og hjálpa til á æfingu sem fígúrant er góð leið til þess að kynnast þessu starfi og ekki er verra að gera það áður en maður er kominn með hund. Smá reynsla af því að vinna með öðrum hundum getur hjápað til við að velja sér eigin hund. Við tökum vel á móti öllum sem hafa áhuga. 

Í þessu skjali má fá nánari upplýsingar um aðstoðarfólk og fígúranta >>