Hva­a hunda er best a­ ■jßlfa?

Almennt er hægt að segja að hægt er kenna flestum hundategundum að leita. Ekki skiptir máli hvort hundurinn er hreinræktaður eða blendingur. Hundurinn þarf þó að búa yfir nokkrum eiginleikum til þess geta náð góðum árangri í leitar- og björgunarstörfum. Hann þarf að vera góður í umgengni, hlýðinn, geta unnið undir álagi og ekki vera fælinn. Þá ætti hann að hafa gott úthald og búa yfir góðu lyktarskyni. Einn af aðalkostum leitarhundsins er þó vinnusemin og vilji hundsins til þess að sinna verkefnum fyrir eiganda sinn.

Þar sem hundateymið er sent í útköll með öðrum hundum þarf hundurinn að geta umgengist aðra hunda án þess að beri á árásargirni. Hundurinn þarf að geta umgengist ókunnugt fólk án feimni eða tortryggni.

Umhverfisþjálfun er stór þáttur í aðlögun hundsins að björgunarstörfum. Með umhverfisþjálfun er átt við að hundurinn sé æfður í leit í mismunandi umhverfi. T.d. er gott að venja hundinn við mismunandi undirlag, kenna honum að yfirvinna hindranir og ganga upp stiga eða skábrautir. Við getum ímyndað okkur hund sem leitar í snjóflóði. Hann má ekki láta hávaða frá snjósleðum, leitarljós, eða hróp og köll í fólki trufla sig við leitina.

Því fleiri jákvæða eiginleika sem hundurinn hefur þeim mun auðveldari verður þjálfunin. Auðvitað er einnig mögulegt að þjálfa hund sem ekki hefur alla þá eiginleika sem þarf til, en eigandinn þarf að leggja meiri vinnu í þjálfunina og sinna henni af meiri þolinmæði.

Lesa meira:
Þjálfun leitarhundsins >>