Ůjßlfunin

HÚr gefur lei­beinandi fyrirmŠli um hvernig best sÚ a­ leita Ý svŠ­i.
HÚr gefur lei­beinandi fyrirmŠli um hvernig best sÚ a­ leita Ý svŠ­i.
1 af 3

Frá upphafi þjálfunar þar til hundateymið er komið á útkallslista geta liðið a.m.k. tvö til þrjú ár. Á því tímabili er æft einu sinni til tvisvar í viku. Best er að byrja með einföldum æfingum þegar hundurinn er aðeins nokkurra mánaða gamall en þess eru mörg dæmi að eldri hundar hafi náð góðum árangri. Þegar teymið hefur staðist C, B og að lokum A próf tekur við tímabil þar sem eigandinn þarf að viðhalda þjálfun hundsins.

Þjálfunin á sér stað með jákvæðum stuðningi við hegðun hundsins. Það þýðir að geri hund­urinn það sem af honum er ætlast er hann verðlaunaður með því að leika við hann eða gefa honum nammibita. Leik- og matarhvöt hundsins er notuð til þess að þjálfa hundinn og láta hann gefa til kynna hvar týndi einstaklingurinn er. Afar mikilvægt er að hundaeigandinn sinni umhverfis­þjálfun frá ungum aldri hundsins og kenni hundinum almennar hlýðnireglur. Allir leitarhundar þurfa að taka hlýðnipróf með eiganda sínum.

 

Lesa meira:
Þjálfunarleiðirnar >>