Ůjßlfunarlei­irnar

Hundurinn hefur fundi­ hinn třnda og tekur bringseli­ Ý kjaftinn.
Hundurinn hefur fundi­ hinn třnda og tekur bringseli­ Ý kjaftinn.
1 af 2

Víðavangsleit

Leitarmaðurinn þarf að vera viðbúinn því að leita í alls kyns landslagi. Ef til vill þarf að klífa fjöll, ganga yfir hraun eða leita víðáttumikla móa í leit að þeim týnda. Við þjálfun í víðafangsleit er þess gætt að hundurinn nái að þefa uppi hinn týnda með hjálp vindsins sem flytur lyktina. Á meðan á þjálfuninni stendur er kennd tækni við að nýta vindinn og vindáttina til þess að leita megi svæði með skjótum og árangursríkum hætti.

Í fyrstu leitar hundurinn aðeins lítil svæði en við aukna getu hundsins eru svæðin stækkuð. Í prófum eiga lengra komnir hundar að geta fundið nokkra einstaklinga á um ferkílómetra stóru svæði. Andstætt sporaleit þurfa hundarnir okkar ekki að þefa af klæðnaði hins týnda áður en leitin hefst. Hundurinn sýnir eiganda sínum hvar hinn týndi er með því að gelta eða taka bitkubb, svokallað bringsel, í kjaftinn og koma með hann til eigandans. Að því loknu sýnir hundurinn eiganda sýnum hvar hinn týndi er.

Snjóflóðaleit

Margt er líkt með þjálfun hunda í snjóflóðaleit og víðavangsleit. Fyrst er hundurinn látinn hlaupa til fólks sem felur sig í snjóholu. Í fyrstu er engin hindrun fyrir hundinn að komast inn í holuna, en smám saman er opið þrengt og því loks lokað. Hundurinn sýnir eiganda sínum að hann hafi fundið týndan einstakling með því að krafsa og grafa í snjóinn af ákafa. Fullnuma hundur þarf að geta fundið mann grafinn í fönn á um 1,5 m. undir yfirborðinu. Við þjálfun í snjóflóðaleit er einnig notast við leik og mat til þess að umbuna og styrkja jákvæða hegðun hundsins.

Lesa meira:
Björgunarmaðurinn >>