Reglur um lei­beinendanßm hjß BHS═

Kröfur til að hefja nám

1.

Nemi sé fullgildur félagi í BHSÍ og hafi verið með hund á útkallslista í sumar og vetrarleit í amk 2 ár. Ósk um að hefja námið skal send stjórn BHSÍ sem samþykkir hana eða hafnar eftir að hafa leitað umsagnar fræðslunefndar. Námið gefur að prófi loknu réttindi til að leiðbeina um þjálfun hunda á vegum BHSÍ. Jafnframt skal BHSÍ hlutast til um að réttindin séu skráð hjá Björgunarskóla Landsbjargar.

2.

Námið skiptist í bóklegt og verklegt nám sem að jafnaði skal ljúka á ca 2 árum.

3.

Bóklegt nám er sjálfsnám þar sem neminn leitar sér þekkingar á hundaþjálfun og kennslufræði ásamt því að kynna sér vel þær reglur sem í gildi eru í sumarleit, vetrarleit og hlýðni hjá BHSÍ á hverjum tíma. Leiðbeinendur BHSÍ skulu aðstoða nemann við val á námsgögnum sem nýtast honum við námið og gera honum kleift að ljúka prófi í bóklega hlutanum eigi síðar en 8 mánuðum eftir að námið hefst formlega. Prófið er skriflegt, minnst 10 atriði þar sem hvert atriði gefur 10 stig, lámarkseinkunn til að standast prófið er 71 stig. Auk þess skal neminn útbúa og halda einn fyrirlestur úr efninu.

4.

Verklegt nám hefst strax og neminn hefur verið samþykktur. Námið felst í að setja upp einstakar æfingar á formlegum æfingum og námskeiðum á vegum BHSÍ. Á námskeiðum er hann undir handleiðslu leiðbeinenda en á æfingum er honum heimilt að stjórna æfingunni og setja upp einstakar æfingar fyrir þá sem sækja æfinguna. Neminn haldi dagbók þar sem einstakar æfingar eru skráðar og viðkomandi hundaþjálfari kvittar fyrir. Eftir að neminn hefur þannig sett upp 150 einstakar æfingar lýkur hann verklega hluta námsins á námskeiði, vetur eða sumar þar sem hann fær hóp til þess að leiðbeina og skal honum þá afhent viðurkenning þar sem fram kemur að hann hafi réttindi til að leiðbeina um þjálfun hunda á vegum BHSÍ. (Einstök æfing telst þegar neminn skipuleggur og setur upp æfingu fyrir hund, óháð getu hunds og hundaþjálfara. Endurtekning á sömu æfingu telst ekki með).

Tilllaga að bókalista vegna bóklegs náms

  • Mótun, hefti BHSÍ þýtt.
  • Din hund og din hund forsetter, (danska eða sænska)
  • Don’t shoot the dog, (mótun)
  • Reaching the animal mind, (clikker), báðar á ensku,
  • Kennslufræði: Litróf kennsluaðferðanna.

BHSÍ skal leitast við að styrkja nemann til að leita sér þekkingar erlendis meðan á náminu stendur.